RST Net hefur mikla reynslu af uppsetningu og endurnýjun búnaðar í aðveitustöðvum og gas- og lofteinangruðum tengivirkjum auk hjálpar- og stjórnbúnaðar.

For major projects in English, click here: Major Projects 2020.pdf

Öflun og uppsetning á rabúnaði fyrir nýja varmadælustöð ásamt tengingu á varmadælubúnaði í Vestmanneyjum.

Varma­dælu­stöðin er 10,4 MW og er gert ráð fyr­ir að hún anni um 80% af orkuþörf hita­veit­unn­ar.  Í varmadælustöðinni eru sjódælur sem dæla 6-700 lítrum af 6-11°C heitum sjó í gegnum eimi og kæla hann niður.  Orkan sem fæst með kælingunni flyst yfir í seinni varmaskipti sem hitar upp hitaveituvatnið.

Efnisútvegun og uppsetning á fjórum 72,5 kV rofareitum (AIS) fyrir nýtt innitengivirki á Hvolsvelli ásamt stjórn- og varnarbúnaði 2017.

 

Öflun og uppsetning á 1000 kVA þurrspenni. Öflun, lagning og tengingar á háspennustreng og öðrum háspennubúnaði. Lagning og tengingar á stýristrengjum.

Uppsetning á 132 kV og 66 kV rofabúnaði (AIS), smíði og uppsetning stjórn- og varnarbúaðar auk útvegunar á strengjum og öðru raflagnarefni vegna uppsetningar á spenni 4 í Mjólká 2016.

 

Útvegun, uppsetning og prófanir á rafbúnaði, þ.m.t. stjórn- og varnarkerfi fyrir 66 kV tengivirki á Akranesi 2015.

 

Yfirferð og enduruppsetning á 86 MVA vélaspenni í Hrauneyjafossvirkjun 2014.

Uppsetning og tenging á tveimur 6MVA – 24/6kV aflspennum fyrir Rio Tinto Alcan í Straumsvík 2014. Uppsetning og tenging á einum 1200kVA – 6/0,4kV aflspennum.

 

Útvegun, lagning og tenging á 24 kV háspennustrengjum ásamt uppsetningu á DC-, ljósleiðara- og samskiptastrengjum.

Framleiðsla, uppsetning og prófanir á tengiskápum og uppsetning og prófanir á ljósleiðarneti í steypuskála Alcan á Íslandi í Straumsvík 2011.

Eftirlit og prófanir á rafbúnaði í nýrri 75 MVA virkjun í El Salvador.

Aftengja og fjarlægja afriðil, afriðla- og reglunarspenna sem skemmdust í bruna 18.12.2010. Uppsetning á nýjum háspennu-, lágspennu- og stýristrengjum ásamt uppsetningu og prófunum á afriðlabúnaði.

Útskipti á 120 stk 52 kV útiendabúnaði við fimm afriðladeildir hjá álveri ALCOA í Reyðarfirði.

Uppsetning á tveimur nýjum 245 kV gaseinangruðu háspennutengivirki inngöngum ásamt uppsetningu á skápum fyrir stjórn- og verndarbúnað.

Allar endatengingar og samsetningar í 12 kV dreifikerfi fyrir nýtt álveri í Reyðarfirði, alls 280 tengingar.

Uppsetning á raf- og vélbúnaði fyrir 245 og 145 kV gaseinangrað tengivirki í aðveitustöð í Fljótsdal, ásamt öllum tengdum búnaði. Sala og uppsetning á öllum 145 kV strengjum ásamt 24 km af háspennustrengjum til að tengja stöðina við 132kV dreifikerfið.

Uppsetning á öllum raf- og vélbúnaði fyrir 245 kV gaseinangrað tengivirki í nýrri aðveitustöð við Kolviðarhól.

Útvegun og uppsetning á 245 kV háspennubúnaði fyrir jarðvarmavirkjunina á Reykjanesi.

Sala og uppsetning á búnaði fyrir nýjan háspenntan spennustillibúnað, ásamt stækkun á tengivirki þ.m.t. 145 kV tengivirkisbúnaður og 45 MVA 132/34,5 kV aflspennir og 145 kV aflstreng.

 

Uppsetning á rafbúnaði fyrir 6. áfanga í jarðvarmavirkjun á Nesjavöllum, þ.m.t. lagning og tengingar á stjórn- og háspennustrengjum.

Uppsetning á raf- og vélbúnaði fyrir gaseinangrað háspennutengivirki við Sandafell. Nýr 245 kV útgangur fyrir nýja háspennulínu milli Sandafells og Brennimels.

Sala og uppsetning á raf- og vélbúnaði fyrir stækkun á 245 kV lofteinangruðu háspennutengivirki í aðveitustöð Brennimel, ásamt uppfærslu á búnaði til tengingar við nýja 245 kV loftlínu.

Sala og uppsetning á fjórum 36 kV dreifistöðvum við innganga jarðgangna, sem hluti af dreifingu vinnurafmagns á virkjanasvæðinu á meðan á virkjanaframkvæmdum stóð.

Sala og uppsetning á vél- og rafbúnaði fyrir nýtt 72,5 kV háspennutengivirki við Laxárvirkjun ásamt lagningu og tengingu 72,5 kV strengja.

Sala og uppsetning á nýrri botnloku ásamt öllum lyfti- og hitabúnaði og rafmagns- og stjórnbúnaði fyrir lokuna.

Sala og uppsetning á rafbúnaði fyrir 75 MVAR þéttavirki ásamt stækkun á tengivirki fyrir aðveitustöð í Brennimel.

Reising mastra fyrir 400 kV loftlínu milli Alvesta og Hemsjö í suður Svíþjóð.

Uppsetning á öllum vél- og rafbúnaði. Uppsetning á innsteyptum og samsettum hlutum, túrbínu, aflvél, 220 kV gaseinangruðu tengivirki, 11 kV strengjum, 2 x 11/220 kV 50 MVA aflspennum, 11/0,4 kV stöðvaspennum, rafalatengibúnaði, IBP og aflrofum, öllum hjálpar- og stjórnkerfum fyrir virkjunina, stækkun á 220 kV lofteinangruðu háspennutengivirki í Sigöldu o.s.frv.

Uppsetning á rafbúnaði, þ.m.t. uppsetning á 220 kV gaseinangruðu háspennutengivirki og 11 kV aflstrengjum. Uppsetning á öllum 220/11 og 11/0,4 kV 75 MVA aflspennum, ásamt rafalatengibúnaði. Uppsetning á skápum fyrir stjórn- og varnarbúnað, brunarvarnakerfi, loftræsikerfi o.fl. Uppsetning á jarðskautskerfi, kapalstigum o.s.frv.

Uppsetning á rafbúnaði fyrir ofn 3, þ.m.t. lagning og tenging hápsennustrengja og tenging 220 kV lofteinangraðs háspennutengivirkis, 33 og 6,6 kV millispennutengivirki, allra háspennu- og millispennustrengja, 220/33 kV 75 MVA og 2 x 33/6,6 kV 25 MVA aflspenna og 6,6/0,4 kV dreifispenna, 33 kV þéttavirki. ásamt öllum tilheyrandi hjálpar-, varnar- og stjórnbúnaði.